Motivation (Iceland)

Hvatning og hindranir fyrir fullorðinsfræðslu

 

Staðreyndir sem fullorðnir nefna sem aðal ástæðu og hvatningu fyrir þátttöku í fræðslu fyrir sinn aldurshóp. Helstu ástæður er  m.a.

 • Betri laun, meira úrval af störfum og betra starfsöryggi
 • Meiri möguleikar á að vinna/vera í notalegra starfsumhverfi
 • Virðing og meiri ábyrgð
 • Sterkari, jákvæðari sjálfsvitund         (Sigríður K. Hrafnkelsdóttir o.fl.,. 2014)

Nokkrar ástæður þess að fullorðnir þátttakendur taka ekki þátt í verkefnum fyrir sinn aldurshóp

 • Of kostnaðarsamt
 • Ekki er vissa um gildi námsins
 • Gæði námsins ásamt aðferðafræðinni  hentar illa fyrir þá sem eldir eru
 • Ónóg þekking á upplýsinga-og tölvutækni

Á Íslandi eru til bæði lög og reglugerðir sem eru miðaðar eru við þann hóp fullorðinna sem hefur litla menntun. Þar er megin áhersla lögð á að skapa tækifæri og hvetja einstaklinga til dáða til að sækja sér menntun, eða í öllu falli að fá þetta fólk til að íhuga þátttöku í þjálfun/menntun við þeirra hæfi.

Til að heyra um hvaða aðferð hefði gagnast vel til ná til þessa aldurshóps, tók ég viðtal við Guðjónínu Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra MSS, sem er Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Íslandi. Í viðtalinu kemur fram að eitt áhrifaríkasta tækið í þeirra vinnu er verkefni sem kallað hefur verið „Nám og starfsferils leiðsögn“ sem er ókeypis ráðgjöf fyrir fullorðna sem eru að leita að möguleikum til styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. MSS hefur markaðssett þetta verkefni m.a. með því að:

 

 • Vera með náið samstarf við Vinnumálastofnun
 • Vinna náið með félagsmálayfirvöldum – með því að hitta fólk
 • Heimsækja mismunandi fyrirtæki, þar sem rætt hefur verið um þarfir og margvísleg atvinnutækifæri
 • Hafa náið samband við atvinnulífið og sveitarfélög til að geta brugðist við þörfum þeirra með viðeigandi menntunarmöguleikum.
 • Taka þátt í Alþjóðlegum degi menntunar með sérstaka áherslu á fullorðinsfræðslu
 • Nýta samfélagsmiðla, heimasíður, Facebook, Twitter ásamt beinni markaðssetningu í dagblöðum.
 • Nota tölvupóstssamskipti og gæta þess að  missa aldrei sjónar á einstaklingi sem hefur einhvern tíma opnað dyrnar fyrir fullorðinsfræðslu.
 • Bjóða upp á opna, persónulega vinnuaðstöðu í heimabyggð sem þjálfunaraðstöðu með alþjóðlegri menningu og rólegu andrúmslofti.

 

Til viðbótar því sem áður hefur komið fram segja fulltrúar frá MSS að það sé afar mikilvægt að velja réttu aðilana til þess að ræða við fullorðið fólk og eins vanda vel framsetingu á  námsefni á kynningarfundum þegar verið er að ræða  áframhaldandi nám eða námskeið fyrir fólk með litla menntun. Þar sem vitað er að einstaklingar í þessum hópi fá oftar en ekki fyrstu kynningu á möguleikum til frekara náms hjá stofnuninni og þess vegna eru fyrstu hughrifin afar mikilvæg. Vegna þessa velur stofnunin vandlega bæði þá einstaklinga sem kynna starfsemina og eins hvað er kynnt. Þessi áhersla kemur fram í öllu sem gert er og endurspeglast í  efni okkar á netinu eða öðru prentuðu efni s.s. á texta og myndum, þar sem ýmiskonar starfsemi er sýnd, einnig allur aldur, menning og mismunandi þjóðerni.  

 

„Aðal atriðið er, þegar kemur að kennslu og þjálfun fullorðinna, er að vera með rétt fólk á réttum stað – segja það sem við á – fullorðið fólk sem skilur þá sem eru í sömu stöðu, - aðila sem eru meðvitaðir um þær hindranir sem margir fullorðnir standa frammi fyrir, - og það sem yfirleitt passar best er að samherjar tali hver við annan.“ G.S. 20.05.2020

 

Þegar kemur að menntun og þjálfun fullorðinna á 21. öld, verðum við að viðurkenna að reynsla fullorðinna einstaklinga og hæfileikar þeirra eru megin atriði í árangursríku námi, öll menntun/þjálfun ætti því að snúast um þá staðreynd.

 

Hansína B. Einarsdóttir. Skref fyrir Skref, Ísland